Bloggleysi!

Uss...það er ljótt að skirfa 2 færslur, ætla svoleiðis að standa sig í blogginu,en svo bara drulla uppá bak með þetta allt samanBlush En annars bara allt gott að héðan að norðan! skelltum okkur austur um helgina,í sæluna á Nobbarann...lögðum af stað um kaffi á föstudag,í 20m/sek alla leið bara. Hef veit því athygli að það eru 2 staðir á Íslandi á þjóvegi 1 þar sem er alltaf vindur! það er í Víðidal á leiðini milli Egilsstaða og Mývatns,dalurinn sem að maður keyrir í gegn áður en maður kemur á Möðrudalsöræfum. Og hinn staðurinn er í Hrútafirði,hafiði einhvern tímann stoppað í Staðarskála en þess að þurfa að halda við hurðina á bílnum þegar að þið stigið út? en allavega....Smile vorum komin á nes um kvöldmat,þar sem tók við okkur pizza að hætti mömmu...svo var þetta venjulega brasað bara,bónað bílana hja þeim á nes,fjöruferð með Odd Óla, og kubbasteik hja afa og ömmuWink brunað heim á sunnudag í rigningu alla leið,komin heim um 1 á sunnudag. Mer finnst mjög gaman að keyra um þjóðvegi landins (enda á amrísku teppi sem ferðamáta) Cool mitt draumasumarfrí væri að hengja aftan í mig fellihýsi,keyra um landið, í svona 2vikur. Það er verst að við feðgar færum 2 þar sem að þetta er alls ekki á lista hjá minni, nema bílinn dragi til spánar.....Smile Annars er eitthvað fátt í fréttum til að tjá sig um, nema jú að helstu fréttir dagsins í dag finnst mér mokveiði á síld í Grundfirði,þá meina ég alveg við bryggjukantinn þar... Mínir menn fengu 550 tonn í fyrsta kastinu,og svo 150 tonn í kasti í nótt. Þetta er eitthvað smærri síld en við erum að fá í norsku, 270 grömm eða svo, og eru þeir að vinna hana í einn flokk. Þannig að þetta ruslast í gegn hjá þeim. Ætla að vona að maður fái eitthvað lengur frí. Þeir eru komnir með 100 tonn,þannig að þeir ættu að landa um helgi. En ég nenni ekki á sjó þáTounge enda á prinsinn afmæli 8nóv,og ég ætla mér að vera heima þá! En dularfullt hvað síldin er að gera þarna...pabbi sagði mér að þegar að hann var að fara þarna inn á Bjarti i sumar, silgdi hann þarna inn á 5-6 föðmum heillengi áður en hann kom að bryggjuni. Enda skilst mér að nóta skipin séu að fá helling að grjóti og rusli með í nótina í köstum. Það er eins gott að ekkert klikki hjá þeim þegar að þeir eru að draga....ekki spes að vera t.d á svona stóru skipi,eins og Hákon,með jafn stóra nót að kasta á svo litlu dýpi. Annars kom mer það vel á óvart þegar að ég hlustaði á hádegisfréttir Bylgjunar að fjallað var um þessa veiði þar... En annars bara bóngó blíða á norðurlandinu,og spáir bara sunnan áttum og blíðu....Eitthvað segir mér að Framfari verði brúkaður á næstu dögum.....jafnvel skimað eftir svartfugl...Wink Þangað til næst....

Kv

HFÓJúlí nr2 2007 085


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það er þetta æði búið í bili....vaxtarræktin tekin við!!hehe þú ert svo fyndinn!!

Mágkonan....says (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 16:24

2 identicon

Gamli, hættur? Stoppaðir stutt við í þessum heimi, sæll!

kallinn (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband