22.10.2007 | 13:42
Bloggleysi!
Uss...það er ljótt að skirfa 2 færslur, ætla svoleiðis að standa sig í blogginu,en svo bara drulla uppá bak með þetta allt saman En annars bara allt gott að héðan að norðan! skelltum okkur austur um helgina,í sæluna á Nobbarann...lögðum af stað um kaffi á föstudag,í 20m/sek alla leið bara. Hef veit því athygli að það eru 2 staðir á Íslandi á þjóvegi 1 þar sem er alltaf vindur! það er í Víðidal á leiðini milli Egilsstaða og Mývatns,dalurinn sem að maður keyrir í gegn áður en maður kemur á Möðrudalsöræfum. Og hinn staðurinn er í Hrútafirði,hafiði einhvern tímann stoppað í Staðarskála en þess að þurfa að halda við hurðina á bílnum þegar að þið stigið út? en allavega.... vorum komin á nes um kvöldmat,þar sem tók við okkur pizza að hætti mömmu...svo var þetta venjulega brasað bara,bónað bílana hja þeim á nes,fjöruferð með Odd Óla, og kubbasteik hja afa og ömmu brunað heim á sunnudag í rigningu alla leið,komin heim um 1 á sunnudag. Mer finnst mjög gaman að keyra um þjóðvegi landins (enda á amrísku teppi sem ferðamáta) mitt draumasumarfrí væri að hengja aftan í mig fellihýsi,keyra um landið, í svona 2vikur. Það er verst að við feðgar færum 2 þar sem að þetta er alls ekki á lista hjá minni, nema bílinn dragi til spánar..... Annars er eitthvað fátt í fréttum til að tjá sig um, nema jú að helstu fréttir dagsins í dag finnst mér mokveiði á síld í Grundfirði,þá meina ég alveg við bryggjukantinn þar... Mínir menn fengu 550 tonn í fyrsta kastinu,og svo 150 tonn í kasti í nótt. Þetta er eitthvað smærri síld en við erum að fá í norsku, 270 grömm eða svo, og eru þeir að vinna hana í einn flokk. Þannig að þetta ruslast í gegn hjá þeim. Ætla að vona að maður fái eitthvað lengur frí. Þeir eru komnir með 100 tonn,þannig að þeir ættu að landa um helgi. En ég nenni ekki á sjó þá enda á prinsinn afmæli 8nóv,og ég ætla mér að vera heima þá! En dularfullt hvað síldin er að gera þarna...pabbi sagði mér að þegar að hann var að fara þarna inn á Bjarti i sumar, silgdi hann þarna inn á 5-6 föðmum heillengi áður en hann kom að bryggjuni. Enda skilst mér að nóta skipin séu að fá helling að grjóti og rusli með í nótina í köstum. Það er eins gott að ekkert klikki hjá þeim þegar að þeir eru að draga....ekki spes að vera t.d á svona stóru skipi,eins og Hákon,með jafn stóra nót að kasta á svo litlu dýpi. Annars kom mer það vel á óvart þegar að ég hlustaði á hádegisfréttir Bylgjunar að fjallað var um þessa veiði þar... En annars bara bóngó blíða á norðurlandinu,og spáir bara sunnan áttum og blíðu....Eitthvað segir mér að Framfari verði brúkaður á næstu dögum.....jafnvel skimað eftir svartfugl... Þangað til næst....
Kv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 10:14
Bryggjurúntur...?
Þeir sem mig þekkja vita það að mitt aðaláhuga svið liggur í blessuðum sjárvarútveginum. Þótt að sé ekki að fara að velta fyrir mér kostum og göllum á kvótakerfinu sjálfu,enda ekki kannski besti maðurinn í það aldrei staðið í útgerð eða neinu þannig, nema jú stór útgerð Framfara frá Löndum með Aðalstein Guðmundsson frænda minn mér við hlið. En þá blöskrar mér það hvað það er orðið drepleiðinlegt að fara hinn margrómaða bryggjurúnt orðið!þetta var aðalsporið heima með afa eða mömmu og pabba,fara og kaupa ís,og kíkja bryggjurúnt. Hérna á Akureyri þar sem ég bý, er þetta bara algjörlega dautt,nema að maður hafi gaman að því að sjá fallega togara í góðu standi liggja við sama kantinn allt árið, í engri útgerð. Það er liggur við meira segja leiðinlegt að fara í bótina,engin trilla kemur þar til löndunar,bara hobby bátar sem fara á sjó við bestu aðstæður. Meira segja finnst mér þetta orðið leiðinlegt á Norðfirði. Þar koma samt bátar inn til löndunar,enda mestum afla á landinu skipað þar upp, en það er allur sjarmi farin af þessu. Þó að ég sé nú ekki gamall,allvega ekki mjög gamall,þá er ekki lengra síðan en bara þegar ég var gutti,þá var bullandi líf á höfnini, togarar eða nóta skip að landa þar,trillur að landa við gamla frystihúsið,eða trillur að henda upp bjóðum eða netum við beitiskúrana.Þetta sá maður allt sem gutti eftir skóla á daginn. En hvað hefur gerst núna,nánast engar trillur í útgerð, trillukallarnir allir á jeppu með hjóhýsi aftan í fyrir framan sumarbústaðinn í vellystingum. SVN skipin oðin 3!!!,og stjórnað af harðri hendi utanaðkomandi manns, og búið að rífa flest alla beitiskúrana og gömlu bryggjurnar,og bærin verðlaunar þá sem nenna að mála þessa kofa. Hér á árum áður fannst mönnum það merki um góðæri ef það voru kör og bjóð,net og allt sem fylgir útgerð fyrir utan þessa skúra í haugum, og bræðslureykur liggjandi yfir byggðini heima,peningalykt. En þetta er svo sannarlega liðin tíð,mér til stuðnings bið ég ykkur að kíkja á vefmyndavélini frá höfnini heima,og segja mér hvað ykkur finnst um þetta.??? skrifa bara athugasemd: talandi líka um horfin sjarma, svo eg haldi nu aðeins áfram með sjávarútveginn.... þá fór eg fyrst á sjó 15 ára gamall á Bjart með pabba....þvílík upphefð sem mér fannst það þá!!! hafði mestar áhyggjur á því hvort ég mundi ekki örugglega standa mig,ná að lyfta ískössum niðrí lest og vera fljótur að gera að. Fór í páskatúrinn það ár,líkt og ég væri að fara í keppninsleik í fótbolta! svo liðu árin,og fram að tvítugt eða svo var það mér alltaf kappsmál að vinna sem mest,ná sem mestum afköstum á vaktini,berjast í þessu! en svo tók reynslan við,og nú gengur þetta bara sinn vanagang ekki miskilja mig,maður er samt alltaf að reyna vera duglegur.... en pointið með þessu hjá mér er það,að ég hef verið að tala við ýmsa menn,sem eru á skipum þar sem það eru strákar að detta inn í afleysingar og svona, og þeir segja mér það,að það sé bara orðið erfitt að fá stráka á þetta í dag,og ef þeir koma,þá er ekkert hægt að nota þá! ég er ekki að hrauna yfir þá sem að vilja ekki fara á sjó,gott mál,enda fullt að vinnu að hafa í landi,og tækifæri til menntunar orðnar mjög góðar. En kom on,ef þú þó ferð á sjóin,þá kemuru ekki með hangandi haus og stendur ekki þína plikt! talaði við einn um daginn sem er á frystitogara,þar er keppni að ná auðveldasta starfinu um borð,og þar kom einn sem náði ekki að lyfta frystipönnu um daginn! Jésús! þetta sýnir bara hvað okkar sjárvarútvegur er orðin lágt metin orðið í samfélaginu...er þetta ekki áhyggjuefni? maður spyr sig....þurfa kannski sjávarútvegs fyrirtækin að breyta nöfnunum sínum svo þetta verði spennandi aftur,því einhverjir þurfa jú að vinna þessa vinnu....SVN GROUP.... SAMHERJI GROUP....GRANDI GROUP....
jæja þangað til næst
Kv HFÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 20:42
REI???
Horfðuði á Kastljós? Djöfull finnst mér skrítið í svona þáttum þegar að 2 menn koma,sem voru by the way mestu mátar fyrir þessa vitleysu,í viðtal og segja hvorn annan vera ljúga,"þú ert að ljúga","nei þú ert að ljúga",skrítið!!! geta menn ekki bara verið samkvæmir sjálfum sér og sagt hið sanna? maður veit ekki.....en þetta mál er allt hið dularfullasta! En mín tilfinning er sú að gamli góði villi og hans félagar séu skúrkarnir í þessu,kannski vegna þess að ég er jú X-B og svo hef ég ekki trú á þvi heldur að Bjarni Ármanns,hokin af reynslu í öllu sem við kemur viðskipta hliðini á þessu sé að segja ósatt í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð! Hverngi finnst ykkur samt nafni minn í Kastljósinu? Mér finnst hann ekki spes,finnst einhvern vegin alltaf vera einhver smá hroki í honum sem fylgja spurningunum, get ekki alveg útskýrt það,finnst Sigmar koma miklu betur út,en það þarf ekki að endurspela mat þjóðarinnar!en það eru allir komnir með ógeð á þessu máli! annars bara ljúfur dagur....kaffi á 2 stöðum,fyrst í Vestursíðu og svo í Hamratúni! svo Taco veisla í Fannagili í kvöldmatinn Heyrði einhvern útvarpsþátt í morgun,Já Zúber á Fm, þar var verið að ræða um einhvern vert á skemmtistað i Keflavík sem var búin að banna öllum Pólverjum inngang inná sinn stað vegna þess að einhverjir Pólverjar eru búnnir að vera lemja einhverja þar. Í fyrsta lagi, er eitthvað nýtt að það sé allt vitlaust á djamminu í Keflavík....???? svo segja allvega sögurnar í öðru lagi finnst mér þetta alveg fáránlegt! er þetta ekki svipað og að segja að allar konur mega ekki koma,eða allir dökkhærðir mega ekki koma? bara vegna einhverja nokkra,þá er allur hópurinn málaður. Týpíkst íslenkst fyrirbæri held ég! Gæti svo sem ekki verið að íslendingarnir á þessum stað hafi verið með læti út í Pólverjana og þar liggi vandinn? Hvað mundum við íslendingar segja ef okkur væri meinaður aðgangur að skemmtistöðum út í heimi útaf einhverju svona? allt brjálað mundi ég halda....! jæja best að fara gera eitthvað sniðugt,kannski maður fari að huga að útgerðini...skíta norðan garri hérna....ath hvort allt sé ekki kyrrfilega bundið og svona
Bið að heilsa í bili!
H.F.Ó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 14:16
Blog?
Jæja nú er ekkert annað en að koma sér í hóp hinna virtu og stofna blog síðu.....er ekki alveg búin að gera það upp við mig hvað ég ætla að gera herna....en það er gaman að því að prófa þetta Annars er bara allt ljómandi að frétta....Fór í hina glæsilegu líkamsræktarstöð Átak í dag, aðeins að reyna taka sig á sko....og var þar látin finna fyrir því af frænku minni bara snilld... Jæja það er best að fara munda sig við að ´vekja mína....steinrotaðist kjellingin og fara svo að ná í drenginn...spurning um hvað skal gera með hann bara........helv norðan átt hérna á hjara veraldar! en er þá nokkuð annað en að klæða sig bara og drífa sig út með hann....jæja þangað til næst
KV HFÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)