Bryggjurúntur...?

Þeir sem mig þekkja vita það að mitt aðaláhuga svið liggur í blessuðum sjárvarútveginum. Þótt að sé ekki að fara að velta fyrir mér kostum og göllum á kvótakerfinu sjálfu,enda ekki kannski besti maðurinn í það aldrei staðið í útgerð eða neinu þannig, nema jú stór útgerð Framfara frá Löndum með Aðalstein Guðmundsson frænda minn mér við hlið. En þá blöskrar mér það hvað það er orðið drepleiðinlegt að fara hinn margrómaða bryggjurúnt orðið!þetta var aðalsporið heima með afa eða mömmu og pabba,fara og kaupa ís,og kíkja bryggjurúnt. Hérna á Akureyri þar sem ég bý, er þetta bara algjörlega dautt,nema að maður hafi gaman að því að sjá fallega togara í góðu standi liggja við sama kantinn allt árið, í engri útgerð. Það er liggur við meira segja leiðinlegt að fara í bótina,engin trilla kemur þar til löndunar,bara hobby bátar sem fara á sjó við bestu aðstæður. Meira segja finnst mér þetta orðið leiðinlegt á Norðfirði. Þar koma samt bátar inn til löndunar,enda mestum afla á landinu skipað þar upp, en það er allur sjarmi farin af þessu. Þó að ég sé nú ekki gamall,allvega ekki mjög gamallWink,þá er ekki lengra síðan en bara þegar ég var gutti,þá var bullandi líf á höfnini, togarar eða nóta skip að landa þar,trillur að landa við gamla frystihúsið,eða trillur að henda upp bjóðum eða netum við beitiskúrana.Þetta sá maður allt sem gutti eftir skóla á daginn. En hvað hefur gerst núna,nánast engar trillur í útgerð, trillukallarnir allir á jeppu með hjóhýsi aftan í fyrir framan sumarbústaðinn í vellystingum. SVN skipin oðin 3!!!,og stjórnað af harðri hendi utanaðkomandi manns, og búið að rífa flest alla beitiskúrana og gömlu bryggjurnar,og bærin verðlaunar þá sem nenna að mála þessa kofa. Hér á árum áður fannst mönnum það merki um góðæri ef það voru kör og bjóð,net og allt sem fylgir útgerð fyrir utan þessa skúra í haugum, og bræðslureykur liggjandi yfir byggðini heima,peningalykt. En þetta er svo sannarlega liðin tíð,mér til stuðnings bið ég ykkur að kíkja á vefmyndavélini frá höfnini heima,og segja mér hvað ykkur finnst um þetta.??? skrifa bara athugasemd:Smile talandi líka um horfin sjarma, svo eg haldi nu aðeins áfram með sjávarútveginn.... þá fór eg fyrst á sjó 15 ára gamall á Bjart með pabba....þvílík upphefð sem mér fannst það þá!!! hafði mestar áhyggjur á því hvort ég mundi ekki örugglega standa mig,ná að lyfta ískössum niðrí lest og vera fljótur að gera að. Fór í páskatúrinn það ár,líkt og ég væri að fara í keppninsleik í fótbolta! svo liðu árin,og fram að tvítugt eða svo var það mér alltaf kappsmál að vinna sem mest,ná sem mestum afköstum á vaktini,berjast í þessu! en svo tók reynslan við,og nú gengur þetta bara sinn vanagangWink ekki miskilja mig,maður er samt alltaf að reyna vera duglegur....Wink en pointið með þessu hjá mér er það,að ég hef verið að tala við ýmsa menn,sem eru á skipum þar sem það eru strákar að detta inn í afleysingar og svona, og þeir segja mér það,að það sé bara orðið erfitt að fá stráka á þetta í dag,og ef þeir koma,þá er ekkert hægt að nota þá! ég er ekki að hrauna yfir þá sem að vilja ekki fara á sjó,gott mál,enda fullt að vinnu að hafa í landi,og tækifæri til menntunar orðnar mjög góðar. En kom on,ef þú þó ferð á sjóin,þá kemuru ekki með hangandi haus og stendur ekki þína plikt! talaði við einn um daginn sem er á frystitogara,þar er keppni að ná auðveldasta starfinu um borð,og þar kom einn sem náði ekki að lyfta frystipönnu um daginn! Jésús! þetta sýnir bara hvað okkar sjárvarútvegur er orðin lágt metin orðið í samfélaginu...er þetta ekki áhyggjuefni? maður spyr sig....þurfa kannski sjávarútvegs fyrirtækin að breyta nöfnunum sínum svo þetta verði spennandi aftur,því einhverjir þurfa jú að vinna þessa vinnu....SVN GROUP.... SAMHERJI GROUP....GRANDI GROUP....

jæja þangað til næstSmile

Kv HFÓ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband